Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 09. júlí 2019 11:00
Fótbolti.net
Hófið - Landsliðsmaður stýrði nýrri stuðningsmannasveit
Það var hart barist í nágrannaslagnum hjá Breiðabliki og HK.
Það var hart barist í nágrannaslagnum hjá Breiðabliki og HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrick Pedersen er mættur aftur!
Patrick Pedersen er mættur aftur!
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Stuðningsmenn Fylkis hressir á Akranesi.
Stuðningsmenn Fylkis hressir á Akranesi.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Brandur Olsen fagnar sigri FH gegn Víkingi R.  Færeyingurinn skoraði sigurmarkið með laglegu skoti beint úr aukaspyrnu.
Brandur Olsen fagnar sigri FH gegn Víkingi R. Færeyingurinn skoraði sigurmarkið með laglegu skoti beint úr aukaspyrnu.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
HK-ingar fagna sigrinum í nágrannaslagnum.
HK-ingar fagna sigrinum í nágrannaslagnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sögulínurnar halda áfram að koma í Pepsi Max-deildinni og nú er 12. umferðin að baki. Fótbolti.net heldur uppteknum hætti og gerir upp hverja umferð með því að halda sérstakt lokahóf eftir hverja umferð! Lokahófið er á léttu nótunum en við erum alltaf tilbúin að taka við kvörtunum í gegnum tölvupóst!

Umferðin:
FH 1 - 0 Víkingur R.
Breiðablik 1 - 2 HK
ÍBV 1 - 2 KR
ÍA 2 - 0 Fylkir
Stjarnan 0 - 0 Grindavík
Valur 3 - 1 KA

Leikur umferðarinnar
2483 áhorfendur lögðu leið sína á Kópavogsvöll á sunnudagskvöld til að fylgjast með grannaslag Breiðabliks og HK. Úr varð baráttuleikur þar sem HK vann óvæntan sigur með tveimur mörkum frá Atla Arnarsyni.

EKKI lið umferðarinnar:
Breiðablik og KA bera uppi EKKI lið umferðarinnar að þessu sinni.

Vallarþulur umferðarinnar:
Það eru margir í sumarfríi um þessar mundir, þar á meðal Sigrún María vallarþula Stjörnunnar. Stjarnan leitaði i unglingastarfið og hinn 14 ára Sigurður Gunnar leysti hana af með stakri prýði. Gæti tekið við Páli Sævari sem Röddin á Laugardalsvelli þegar fram líða stundir.

Stuðningssveit umferðarinnar, stuðningsmenn ÍBV:
Óvænt mætti nokkuð stór hópur til að hvetja ÍBV með nýjum slagorðum og miklu stuði. Fáir Eyjamenn voru í hópnum til að byrja með en þónokkrir gengu til liðs við sveitina. Til gamans má geta að Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, var öflugur í þessari nýju sveit.

Bæjarhátíð umferðarinnar
Það var stuð á Akranesi þar sem írskir dagar fóru fram um helgina. Stemningin í stúkunni var meiri en áður á leikjum ÍA í sumar og létu margir meira í sér heyra en venjulega á leikjum á Akranesi. Söngvatnið virðist hafa hjálpað til í sólinni á Skaganum og stemningin var með besta móti. Um kvöldið fögnuðu Skagamenn síðan sigrinum síðan með bæjarbúum á Lopapeysuballinu vinsæla.

Miðasölumaður umferðarinnar:
Skagamaðurinn efnilegi Hákon Arnar Haraldsson samdi á dögunum við danska stórliðið FC Kaupmannahöfn. Hákon er ekki farinn til Danmerkur og hann lét ekki sitt eftir liggja og var í miðasölunni á leik ÍA og Fylkis á laugardag. Eldri bróðir hans Tryggvi Hrafn var á skotskónum í leiknum og yngri bróðir þeirra Haukur var boltastrákur. Foreldrar þeirra Haraldur Ingólfsson og Jónína Víglundsdóttir eru bæði fyrrum leikmenn ÍA og Íslands- og bikarmeistarar. Lífið er fótbolti hjá þessari fjölskyldu!

Matarboð umferðarinnar
Grindvíkingar voru ósáttir við að fá ekki mark gegn Stjörnunni þegar boltinn var nálægt því að fara yfir marklínuna eftir skalla frá Sigurði Bjarti Hallssyni. Túfa, þjálfari Grindavíkur, lofaði að bjóða Jóhanni Gunnari Guðmundssyni, aðstoðardómara, í mat ef að dómur hans hefði verið réttur. Samkvæmt marklínutækni Pepsi Max-markanna á Stöð 2 Sport var dómurinn réttur og því er útlit fyrir að Túfa þurfi að bjóða Jóhanni í mat.

Miðvarðarvesen umferðarinnar:
KA byrjaði með Hauk Heiðar Hauksson, Hallgrím Jónasson og Callum Williams í þriggja manna miðvarðakerfi gegn Val en þurftu að skipta þeim öllum útaf í leiknum.

Enduroma umferðarinnar:
Patrick Pedersen, markakóngur deildarinnar í fyrra, var ekki lengi að stimpla sig inn eftir félagaskipti sín frá Sheriff í Moldavíu. Patrick skoraði í fyrri hálfleik gegn KA og átti tvær stoðsendingar í síðari hálfleiknum.

Dekkning umferðarinnar:
Athygli vakti í leik FH og Víkings að miðjumaðurinn Brandur Olsen var að dekka miðvörðinn stóra og stæðilega Kára Árnason þegar Víkingar tóku langt innkast. Kári vann skallaboltann auðveldlega enda talsverður hæðarmunur á þeim tveimur. Kári hefur skapað mikinn usla í teignum eftir löng innköst með íslenska landsliðinu undanfarin ár og spennandi verður að sjá hvort Víkingar nái ekki einnig að nýta þennan gríðarlega sterka skallamann.

Besti dómarinn
Pétur Guðmundsson átti fínan leik á flautunni á Akranesi og fékk 8 í einkunn fyrir sína frammistöðu í leik ÍA og Fylkis.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner