Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 09. júlí 2019 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Daniel James byrjar undirbúningstímabilið af miklum krafti
Mynd: Getty Images
Daniel James er nýr leikmaður Manchester United. Hann var keyptur frá Swansea fyrir 15 milljónir punda fyrr í sumar.

Kantmaðurinn ætlar að láta ljós sitt skína hjá sínu nýja félagi og hefur hann mætt af krafti til æfinga. Breska götublaðið The Sun segir frá því að hafi verið efstur í líkamlegum prófum hjá United í byrjun undirbúningstímabilsins.

Hann fór til Dúbaí og var þar að æfa áður en hann kom til móts við leikmannahóp Manchester United, sem er núna í æfingaferð í Ástralíu.

Hann var langefstur í sprettprófum og átti ekki í miklum vandræðum með píptestið góða.

James er 21 árs gamall og það verður spennandi að fylgjast með honum í ensku úrvalsdeildinni í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner