Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 09. júlí 2019 14:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Helmingslíkur á því að Emil semji við Udinese aftur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er í viðtali við Morgunblaðið þennan þriðjudaginn.

„Ég myndi halda að það væru svona helm­ings­lík­ur eins og staðan er í dag," segir Emil í viðtalinu um það hvort hann muni semja á nýjan leik við Udinese á Ítalíu.

Emil fór í aðgerð á hné í byrjun desember á síðasta ári, en hann rifti samningi sínum við Frosinone, þáverandi félag sitt, í janúar. Hann samdi svo við Udinese, félag sem hann spilaði með á árunum 2016 til 2018.

Hann spilaði þrjá leiki með liðinu í ítölsku úrvalsdeildinni og skoraði eitt glæsilegt mark.

Emil, sem er 35 ára, er sem stendur samningslaus. Hann er að bíða eftir svari frá Udinese, hvort félagið vilji halda honum fyrir næstkomandi leiktíð eða ekki.
Athugasemdir
banner
banner