þri 09. júlí 2019 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Herrera: United kom með samningstilboðið of seint
Mynd: Getty Images
Ander Herrara var í gær staðfestur sem nýr leikmaður PSG. Hann kom til félagsins á frjálsri sölu þar sem samningur hans hjá Manchester United rann út um mánaðarmótin.

Herrera lék 198 leiki fyrir Rauðu Djöflana í öllum keppnum og skoraði 20 mörk og lagði upp 27 önnur.

Hinn 29 ára Spánverji tjáði sig í dag af hverju hann yfirgaf United.

„Ég hugsa ekki of mikið um fortíðina en mér fannst verðleikar mínir innan félagsins ekki metnir til fulls."

„Ég var ánægður hjá félaginu og gríðarlega ánægður með stuðningsmennina og Ole Gunnar Solskjær."

„Hann vildi halda mér en félagið var of lengi að koma með nýjan samning á borðið. Þegar félagið vildi semja var ég búinn að ákveða að ég ætlaði að spila í París."


Manchester United hefur í dag verið orðað við Mario Lemina, leikmann Southampton. Þá hefur félagið einnig verið orðað við Sean Longstaff, leikmann Newcastle. Báðir eru þeir miðjumenn og gætu verið séðir sem arftakar Herrar á miðju United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner