Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. júlí 2019 09:31
Magnús Már Einarsson
Hundi Sturridge stolið
Mynd: Getty Images
Daniel Sturridge, fyrrum framherji Liverpool, varð fyrir mjög leiðinlegri reynslu í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær.

Sturridge er án félags í augnablikinu en hann er þessa dagana í fríi.

Brotist var inn í sumarhús Sturridge og ýmsu stolið, þar á meðal hundi hans.

„Ég borga hvað sem er. Mér er fúlasta alvara. Ég vil fá hundinn minn aftur," sagði Sturridge á Instagram.

Í myndbandinu má sjá að Sturridge er í miklu uppnámi en þar sjást einnig glerbrot og fleira á vettvangi eftir innbrotið.

Hér að neðan má sjá myndbandið.

Athugasemdir
banner
banner
banner