þri 09. júlí 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Juventus hafnar tilboði Everton í Kean
Moise Kean er einn af efnilegri framherjum Evrópu
Moise Kean er einn af efnilegri framherjum Evrópu
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Juventus hafnaði 27 milljón punda tilboði Everton í ítalska framherjann Moise Kean. Ítalski miðillinn Gazzetta dello Sport segir frá þessu.

Kean náði þeim merka áfanga í nóvember árið 2016 að verða fyrsti leikmaðurinn sem er fæddur á þessari öld til þess að spila í einni af stærstu deildum Evrópu.

Nú tæpum þremur árum síðar er hann búinn að bæta sig mikið og skoraði hann meðal annars 8 mörk í 21 leik fyrir Juventus á síðustu leiktíð.

Hann er þá búinn að vinna sér sæti í ítalska landsliðinu og liggur leiðin bara upp á við en enska félagið Everton var að gera sér vonir um að fá hann í sumar.

Samkvæmt Gazzetta dello Sport þá hafnaði Juventus 27 milljón punda tilboði félagsins í Kean. Félagið gaf það skýrt fram við Everton að Kean er ekki til sölu.

Everton hefur þurft að reiða sig á Gylfa Þór Sigurðsson og Richarlison í markaskorun en félagið vill fá framherja sem eignar sér stöðuna og raðar inn mörkum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner