þri 09. júlí 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
KV og Kórdrengir styrkja góð málefni - Leikmenn borga sig inn
Topplið KV fær Kórdrengi í heimsókn annað kvöld.
Topplið KV fær Kórdrengi í heimsókn annað kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir mæta í Vesturbæinn.
Kórdrengir mæta í Vesturbæinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stórleikur 11. umferðar í 3. deildar karla fer fram á KV Park annað kvöld þegar Kórdrengir koma í heimsókn. Liðin sitja í efstu tveimur sætum deildarinnar, KV með 25 stig og Kórdrengir með 23 stig. Leikirnir gerast vart stærri í neðri deildum á Íslandi.

KV og Kórdrengir ætla að leggjast á eitt og munu allir leikmenn, þjálfarar og áhorfendur borga 1000kr inn (má borga meira) og mun allur ágóði leiksins renna í styrktarsjóði þriggja fyrirmyndar Íslendinga sem að féllu frá eftir hetjulega báráttu við krabbamein nú á dögunum.

Einstaklingarnir og hetjurnar eru:
Fanney Eiríksdóttir
Bjarki Már Sigvaldason
Baldvin Rúnarsson

Þeir sem komast ekki á völlinn en vilja styrkja málefnin geta lagt inn reikning KV með skýringunni: KV-Kórdrengir, og verður upphæðum skipt jafnt á milli málefna.
Kt. 5809061330
Rk. 0101-26-061330

Frábær fótbolti og góð málefni á KV Park á miðvikudag. Búist er við margmenni og því um að gera að mæta snemma.

#KVnation #Kórdrengir #FyrirFanney #FyrirBjarka #FyrirBaldvin

Ps. Chido veitingastaður í Vesturbænum verður með 20% afslátt af matseðli á leikdag. Þú einfaldlega segist vera fara á KV-Kórdrengi við kassann og færð 20% afslátt.

Einnig gætu fleiri uppákomur dottið inn, verður þá auglýst þegar nær dregur leik.

Viðburðurinn á Facebook
Athugasemdir
banner
banner