Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. júlí 2019 09:19
Magnús Már Einarsson
Lennon líkir Kára og Sölva við vegg
Kári Árnason í leiknum í gær.
Kári Árnason í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Íslenski landsliðsmaðurinn Kári Árnason spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu með Víkingi R. þegar liðið tapaði 1-0 gegn FH í gærkvöldi.

Kári og Sölvi Geir Ottesen stóðu vaktina vel í hjarta varnarinnar hjá Víkingi í gær.

Þessir reynslumiklu leikmenn héld sóknarmönnum FH í skefjum en aukaspyrna frá Brandi Olsen tryggði FH þó sigur að lokum.

„Það er frábært að fá Kára inn, þetta er skemmtileg blanda. Það var reynslumikil vörn og svo leikskólinn þarna á miðjunni og frammi. Það er frábært fyrir þessa ungu stráka að læra af Kára á æfingum og í leik. Fólk sér Kára í landsliðinu þar sem hann er mikið að verjast en Kári er bara frábær fótboltamaður sem mun nýtast okkur vel," sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings um innkomu Kára í gær.

Steven Lennon, framherji FH, líkti Kára og Sölva við vegg eftir leikinn í gær en hann komst lítið áleiðis gegn þeim í leiknum.



Athugasemdir
banner
banner