Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. júlí 2019 12:45
Magnús Már Einarsson
Mino Raiola: Pogba hefur ekki gert neitt rangt
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, segir að leikmaðurinn hafi ekki gert neitt rangt og að hann hafi hagað sér eins og atvinnumaður þó hann vilji yfirgefa herbúðir Manchester United.

Pogba er mættur með Manchester United í æfingabúðir í Ástralíu þrátt fyrir að Raiola hafi sagt í síðustu viku að hann sé að reyna að hjálpa leikmanninum burt frá félaginu.

„Leikmaðurinn hefur ekki gert neitt rangt. Hann hefur sýnt virðingu og verið atvinnumaður á allan mögulegan hátt," sagði Raiola í yfirlýsingu í dag.

„Félagið hefur vitað af hug hans í langan tíma og það er synd að annað fólk vilji bara gagnrýna án þess að vita réttu upplýsingarnar. Ég er líka leiður yfir því að félagið geri ekkert í því."

„Vonandi verður hægt að finna góða lausn fyrir alla aðila fljótlega."

Athugasemdir
banner
banner
banner