þri 09. júlí 2019 19:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pepsi Max-kvenna: Barbára tryggði Selfossi sigur í Eyjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 0 - 1 Selfoss
0-1 Barbára Sól Gísladóttir ('15)
Lestu nánar um leikinn hér.

Einn leikur hófst klukkan 18:00 í Pepsi Max-deild kvenna. Það var leikur ÍBV og Selfoss.

Selfoss var fyrir leikinn í 5. sæti með tíu stig og ÍBV í því 6. með níu stig.

Emma Rose Kelly fékk gott færi á tíundu mínútu fyrir ÍBV en tókst ekki að skora. Mikill vindur var á Hásteinsvelli í kvöld og spilaði ÍBV með vindi í fyrri hálfleik.

Fimm mínútum eftir færi Kelly skoraði hins vegar Selfoss. Þar var á ferðinni Barbára Sól Gísladóttir. Slæm varnarmistök í vörn ÍBV sem Barbára nýtti sér og kom Selfossi yfir. Cloé Lacasse hafði fengið dauðafæri í sókninni á undan hjá ÍBV.

ÍBV ógnaði í fyrri hálfleik en tókst ekki að jafna. Í seinni hálfleik lék Selfoss með vindi og tókst að halda út og tryggja góðan 0-1 sigur í Eyjum.

Selfoss er því komið með þrettán stig og komið upp í 4. sæti deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner