Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 09. júlí 2019 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Ryan Mason fær stærra hlutverk hjá Tottenham
Ryan Mason
Ryan Mason
Mynd: Getty Images
Ryan Mason, fyrrum knattspyrnum Tottenham Hotspur á Englandi, fær stærra hlutverk á næsta tímabili en hann mun þjálfa U19 ára lið félagsins í Meistaradeild unglingaliða.

Mason var aðeins 26 ára gamall þegar hann neyddist til að leggja skóna á hilluna eftir höfumeiðsli sem hann varð fyrir í leik gegn Chelsea í janúar árið 2017.

Hann fór þá upp í skallabolta við Gary Cahill en náði aldrei að jafna sig eftir það eftir að hafa farið í aðgerð á höfði.

Hann lagði skóna á hilluna í febrúar árið 2018 og ákvað Tottenham að ráða hann í akademíu félagsins í apríl sama ár.

Mason hefur verið að sækja sér réttindi til að þjálfa og hefur hann nú verið ráðinn þjálfari U19 ára liðsins sem spilar í Meistaradeild unglingaliða á komandi tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner