Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 09. júlí 2019 15:14
Hulda Mýrdal
Þurfti að byrja að æfa strax til að eiga fyrir mat
Sif í leik með landsliðinu.
Sif í leik með landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif Atladóttir er gestur í nýjasta þætti Heimavallarins.
Sif Atladóttir er gestur í nýjasta þætti Heimavallarins.
Mynd: HMG
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Sif Atladóttir er gestur í nýjasta þætti Heimavallarins. Þar fer hún yfir ferilinn í ítarlegu spjalli.

Sif eignaðist barn í apríl 2015 og ræddi um það í þættinum hvernig áhrif það hafði á fótboltann. Þegar Sif varð ólétt gekk ýmislegt á og óvæntar áhyggjur bönkuðu upp á.

„Ég renn út á samning í október. Í nóvember og desember er ég ekki á samning úti. Það gerir það að verkum að ég á að eiga í mars og af því að það eru fjórir mánuðir síðan ég var í vinnu þá fæ ég ekkert fæðingarorlof," sagði Sif.

Þannig að upp var komin sú staða að Sif var launalaus og á leiðinni að eignast sitt fyrsta barn. Eiginmaður Sifjar er Björn Sigurbjörnsson og er aðstoðarþjálfari Kristianstad.

„Þannig að ég er á atvinnuleysisbótum í fimm mánuði og Bjössi fyrirvinnan. Þannig að við erum á einna tekju heimili og vera með það í hausnum og vera að fæða barn. Fjárhagslegt öryggi, alveg algjört grill. Ég dett út úr landsliðinu og er ekki á samning. Ég eignast Sólveigu í apríl og ég fer í keisaraskurð og má ekki hreyfa mig í 8 vikur."

Það var því mikil pressa á Sif að koma sér aftur sem fyrst á völlinn. Hún mátti byrja að æfa 8 vikum eftir að hafa átt með keisaraskurði og segir það allt of fljótt.

„Já! Það er það. Þarna kemur "survial" mode. Ef ég hefði farið yfir þann tíma þá hefði ég ekki átt pening. Var búin með fæðingarorlof sem var minimum því ég var atvinnulaus. Ég var gjörsamlega upp við vegg. Við höfðum ekki bara getað lifað á Bjössa tekjum. Ég sem móðir í fyrsta skipti. Ég var bara með hana í ræktinni á hlaupabretti og hún lág meðan ég lyfti og hljóp."

„Mér finnst það erfitt í dag að ég hafi þurft að fara frá henni svo lítilli. Að þurfa að fara á æfingu á meðan ég vildi bara vera heima að gefa brjóst og njóta þess meðan hún var lítil. Ég er ennþá að jafna mig að ég hafi þurft að gera þetta svona. Næsta barn þarf vonandi ekki að finna fyrir þessu."

Sif spilaði fyrsta leik aftur með Kristianstad fjórum mánuðum eftir að hafa eignast dóttur sína. Það tók mikið á bæði andlega og líkamlega að koma sér í fyrra stand.

„Þetta var rosalegt og vinnan mikil að koma til baka. Ég er leikmaður sem er kannski mest physical. Mínir líkamsburðir eru það sem gerir mig að þeim leikmanni sem ég er. Og að vinna sig til baka og koma á æfingu 4 mánuðum eftir fæðingu. Líkaminn er að jafna sig. Mér fannst ég vera að spretta ógeðslega hratt svo eru bara kjúklingarnir bara bæ og spretta fram úr mér. Þá fara hugsanir í gang eins og ég er aldrei að fara koma til baka og verð aldrei á sama stað."

Smelltu hér til að hlusta á viðtalið við Sif á Heimavellinum.

Heimavöllurinn er einnig á Instagram þar sem knattspyrna kvenna er í forgrunni. Þar eru knattspyrnu kvenna gerð skil á lifandi og fjölbreyttan hátt. Þangað rata helstu fréttir, leikmaður vikunnar er valinn og knattspyrnukonur svara hraðaspurningum svo eitthvað sé nefnt.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner