Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 09. ágúst 2018 09:07
Magnús Már Einarsson
Mourinho: Gerist ekkert áður en glugginn lokar
Ekkert í gangi.
Ekkert í gangi.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, er ekki bjartsýnn á að fá liðsstyrk áður en félagaskiptaglugginn lokar klukkan 16:00 í dag.

Harry Maguire varnarmaður Leicester og Jerome Boateng varnarmaður Bayern Mucnhen hafa verið orðaðir við United undanfarna daga en Mourinho reiknar ekki með að landa fleiri leikmönnum áður en glugginn lokar í dag.

„Ég er ekki vongóður. Markaðurinn lokar í dag og það er kominn tími fyrir mig að hætta að hugsa um hann," sagði Mourinho á fréttamannafundi í dag fyrir leikinn gegn Leicester í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun.

„Ég þarf að einbeita mér að mínum leikmönnum fyrir fyrstu þrjá leikina og eftir leikinn gegn Spurs er landsleikjahlé og þá hef ég nokkrar vikur til að leyfa leikmönnum að jafna sig og undirbúa þá betur."

„Ég þarf að einbeita mér að leikmönnunum sem eru til staðar. Við förum með alla sem við getum í fyrsta leikinn."

„Gerist ekkert áður en félagaskiptaglugginn lokar? Upplýsingarnar sem ég hef segja nei."

Athugasemdir
banner
banner
banner