Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. ágúst 2018 22:52
Ívan Guðjón Baldursson
Ögmundur stóð sig vel í fyrsta leik með AEL Larissa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aris 1 - 1 AEL Larissa
1-0 T. Nazlidis ('45, víti)
1-1 S. Sahiti ('58)

Markvörðurinn Ögmundur Kristinsson þeytti frumraun sína í marki gríska félagsins AEL Larissa í vináttuleik í kvöld gegn Aris Thessaloniki fyrir framan 15 þúsund áhorfendur.

Ögmundur stóð sig vel i markinu samkvæmt grískum fjölmiðlum. Hann kom þó ekki í veg fyrir að Þessalóníumenn skoruðu úr víti í lok fyrri hálfleiks.

Ögmundur fékk 60 mínútur í sinum fyrsta leik með nýju félagi en hann lék síðustu leiktíð með Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni. Liðsfélagar hans jöfnuðu leikinn með marki í síðari hálfleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner