Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. ágúst 2022 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tottenham náði samkomulagi við Udinese um Udogie
Mynd: EPA

Sky Sports greinir frá því að Tottenham sé búið að ná samkomulagi við Udinese um kaupin á vinstri bakverðinum Destiny Udogie.


Udogie er aðeins 19 ára gamall og átti frábært tímabil með Udinese á síðustu leiktíð. Hann mun ekki ganga í raðir Tottenham strax heldur verður hann hjá Udinese á láni út tímabilið.

Hann er sókndjarfur vængbakvörður sem býr yfir miklum hraða en er einnig stæðilegur og öflugur varnarlega. Mörg félög höfðu áhuga á Udogie í sumar en hann endar hjá Tottenham sem borgar í heildina um 20 milljónir punda fyrir.

Ryan Sessegnon og Ivan Perisic spila stöðuna hans Udogie hjá Tottenham og því hentugt fyrir alla að lána hann aftur út. Udogie skoraði fimm mörk í 35 leikjum á síðustu leiktíð og gaf þrjár stoðsendingar.

Udogie mun skrifa undir fimm ára samning við Tottenham.


Athugasemdir
banner
banner