Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 09. september 2018 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sol Campbell: Heppnir að komast í undanúrslit
Campbell á 73 leiki að baki fyrir enska landsliðið, 3 sem fyrirliði.
Campbell á 73 leiki að baki fyrir enska landsliðið, 3 sem fyrirliði.
Mynd: Getty Images
Sol Campbell var lykilmaður í enska landsliðinu í kringum aldamótin og var hann meðal varafyrirliða frá 1996 til 2000.

Hann gefur lítið fyrir gott gengi Englendinga á heimsmeistaramótinu og telur liðið ekki vera í sama gæðaflokki og bestu landslið heims.

„Við verðum að vera heiðarlegir þegar við tölum um landsliðið. Strákarnir gerðu vel að komast í undanúrslit í Rússlandi en drátturinn var líka ótrúlega auðveldur. Þeir voru mjög heppnir," sagði Campbell eftir tap á heimavelli gegn Spánverjum í gærkvöldi.

„Þeir mættu ekki alvöru hágæðaliði í útsláttarkeppninni fyrr en gegn Króatíu. Ef við horfum til baka á leiðina sem Belgía og Frakkland fóru í undanúrslitin - hefði England komist svona langt gegn sömu andstæðingum?

„Við verðum að horfast í augu við raunveruleikann og samþykkja að við erum ekki meðal bestu þjóða heims þrátt fyrir að hafa komist í undanúrslitin."

Athugasemdir
banner
banner