mán 09. september 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Baldur Hannes vítaskytta Íslands 2019
Ari Sigurpálsson, Gunnleifur Gunnleifsson, Baldur Hannes Stefánsson og Gísli Martin Sigurðsson.
Ari Sigurpálsson, Gunnleifur Gunnleifsson, Baldur Hannes Stefánsson og Gísli Martin Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
140 þátttakendur tóku þátt í keppninni um vítaskyttu Íslands 2019 á Eimskipsvellinum, heimavelli Þróttar, á laugardaginn.

Þátttökugjald í vítaspyrnukeppninni var 1000 krónur en allur ágóði rennur til styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.

Baldur Hannes Stefánsson, miðjumaður í Þrótti og U17 ára landsliði Íslands, bar sigur úr býtum á heimavelli sínum. Baldur skoraði úr ellefu spyrnum í röð og það dugi til sigurs.

Í tíundu umferðinni duttu nokkrir út og því endaði keppnin á bráðabana milli Baldurs og Gísla Martins Sigurðssonar leikmanns Njarðvíkur. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, stóð vaktina í úrslitunum og hann varði frá Gísla á meðan Baldur skoraði.

Ari Sigurpálsson endaði í 3. sæti en hann var á dögunum lánaður frá HK til Bologna.

Baldur fékk Bose NC700 - þráðlaus noise cancelling heyrnartól frá Origo og þeir Gísli og Ari fengu voru Bose Soundlink Mini hátalarar frá Origo.

Keppt var með Select bolta frá Altis og þeir þrír efstu fengu allir bolta að gjöf.

Fótbolti.net kann Origo, Altis, Þrótti og markvörðum keppninnar sérstakar þakkir fyrir aðstoðina.

Hér að neðan má sjá fleiri myndir af Þróttarvelli á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner