Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 09. september 2019 18:03
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni EM: Króatía gerði jafntefli í Aserbaídsjan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aserbaídsjan 1 - 1 Króatía
0-1 Luka Modric ('11, víti)
1-1 Tamkin Khalilzada ('72)

Króatía heimsótti Aserbaídsjan í fyrsta leik dagsins í undankeppni EM 2020.

Króatar voru við algjöra stjórn allan fyrri hálfleikinn og komust yfir á elleftu mínútu, þegar Luka Modric skoraði úr vítaspyrnu.

Króatar voru óheppnir að auka ekki forystuna áður en flautað var til leikhlés en það var allt annað að sjá til heimamanna í seinni hálfleik.

Aserar virtust endurnærðir eftir leikhléð og gáfu Króötum alvöru leik. Tamkin Khalilzada spólaði sig í gegnum vörn Króatíu og jafnaði á 72. mínútu en Króatar náðu ekki einu skoti á rammann allan síðari hálfleikinn.

Lokatölur urðu 1-1 og er þetta fyrsta stig Aserbaídsjan eftir fimm umferðir. Króatía er á toppi riðilsins með tíu stig, Ungverjaland er í öðru sæti, einu stigi á eftir og með leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner