þri 09. október 2018 20:30
Arnar Helgi Magnússon
Christensen ósáttur við gang mála - Gæti farið í janúar
Mynd: Getty Images
Það er fátt sem klikkar hjá Chelsea þessa dagana en liðið farið virkilega vel af stað í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur unnið báða sína leiki í Evrópukeppninni og sló síðan Liverpool út í ensku bikarkeppninni

Andreas Christensen sem hefur verið byrjunarliðsmaður í Chelsea síðustu tvö tímabil hefur mjög lítið fengið að spila á leiktíðinni og er ekki sáttur við gang mála.

„Hingað til hefur þetta ekki verið gott tímabil fyrir mig en ég verð að reyna að finna leiðir til þess að gera þetta bærilegra. Ég veit ekki hvernig ég geri það en það er mitt að finna útur því."

„Eins og staðan er núna er erfitt að komast inn í liðið. Við erum að ná góðum úrslitum og erum að spila frábæran fótbolta. Fyrir mig er þetta erfitt en ég reyni að samgleðjast liðinu sem gengur vel."

„Ég hef verið stór partur af liðinu undanfarin tímabil og ég sé mig ekki mér í þessum aðstæðum lengi. Ég er 22 ára og get ekki verið í þessari stöðu mikið lengur. Ég er ekki enn farinn að hugsa um að fara en staðan er ekki góð."

Spennandi verður að sjá hvernig að Sarri tekst við þetta mál en eins og fyrr segir hefur mótlætið ekki verið mikið hjá Sarri það sem af er leiktíð og verður forvitnilegt að sjá hvernig hann tæklar þetta mál.

Chelsea mætir Manchester United í næstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner