þri 09. október 2018 10:35
Elvar Geir Magnússon
Saint Brieuc
Emil tæpur - Þurft að taka verkjalyf í síðustu leikjum
Icelandair
Emil Hallfreðs og Erik Hamren, landsliðsþjálfari.
Emil Hallfreðs og Erik Hamren, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvíst er með þátttöku miðjumannsins Emils Hallfreðssonar í komandi landsleikjum gegn Frakklandi og Sviss þar sem hann er að glíma við meiðsli í hné.

Emil er mættur til móts við íslenska hópinn í Frakklandi og spjallaði við Fótbolta.net um stöðuna. Hann tók ekki þátt í æfingunni í dag.

„Það á eftir að koma í ljós í dag og á morgun hvort ég sé klár í fimmtudaginn. Ég er búinn að vera í smá veseni með hnéð á mér. Það eru einhverjar bólgur og ég hef þurft að taka verkjalyf síðustu leiki á Ítalíu. Það var tjekkað á þessu og ég þurfti að fara í sprautu," segir Emil.

„Það þurfti að sprauta í sinarnar og ég þarf að hvíla í dag og á morgun, svo ætti ég að vera klár. SJáum hvernig þetta fer."

Er hann meira að horfa til mánudagsins, þegar leikið verður gegn Sviss í Þjóðadeildinni?

„Ég er að horfa á báða leikina en ef ég verð ekki tilbúinn í leikinn gegn Frakklandi þá ætti ég að vera mjög líklegur á mánudaginn."

Myndbandsviðtal við Emil sem tekið var á æfingu Íslands í dag er hér að neðan.
Emil Hallfreðs: Getum vonandi þaggað niður í ákveðnu liði
Athugasemdir
banner