Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 09. október 2018 19:26
Arnar Helgi Magnússon
Erik Hamrén: Snýst ekki bara um Þjóðadeildina
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Erik Hamrén undirbýr íslenska landsliðið á fullu fyrir leikina tvo gegn Frakklandi og Sviss. Ísland leikur æfingaleik við Frakkland á fimmtudaginn en tekur svo á móti Sviss í þjóðadeildinni á mánudaginn kemur.

Erik Hamrén tjáði sig um undirbúning liðsins í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

„Þetta snýst um hugarfarið. Við verðum að reyna að finna jákvæðu hlutina. Þótt að við höfum fengið tvenn slæm úrslit (Sviss og Belgía) þá voru líka jákvæðir hluti."

„Ég sá bætingu frá fyrri leiknum í seinni leiknum. Eins og ég sagði á blaðamannafundinum um daginn þá er margt sem þarf að bæta."

„Það er mikil talað bara um Þjóðadeildina en þetta snýst ekki bara um hana. Ef við horfum bara á hana hefur þetta ekki verið gott hvað varðar úrslitin. Við þurfum að hugsa aðeins lengra og hugsa þetta sem undirbúning fyrir undankeppni EM."

Hamrén var spurður út í ræðu sína á blaðamannafundinum á föstudaginn en hún var lesinn beint upp af blaði. Hamrén segir að ástæðan fyrir því hafi verið einföld.

„Enskan er ekki mitt móðurmál svo að ég verð að undirbúa mig betur en ef ég væri að fara að tala sænsku, þá hefði þetta hljómað meira frá hjartanu."
Athugasemdir
banner
banner