Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   þri 09. október 2018 23:00
Arnar Helgi Magnússon
Forseti Real vildi reka Lopetegui eftir tapið gegn Alavés
Mynd: Getty Images
Það hefur verið stormur í kringum Julen Lopetegui þjálfara Real Madrid síðustu mánuði en hann hefur vægast sagt ekki byrjað vel sem þjálfari Real.

Hann var rekinn úr starfi sem þjálfari spænska landsliðsins einungis nokkrum dögum áður en Heimsmeistaramótið hófst í sumar. Ástæðan fyrir brottrekstrinum er sú að hann hafði samþykkt að taka við Real án þess að tala við spænska knattspyrnusambandið.

Real Madrid tapaði fyrir Deportivo Alavés á laugardaginn, 1-0. Eftir leikinn var sú tölfræði tekin saman að Real Madrid hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum né náð að skora mark í þeim.

Eftir leikinn vildi Florentino Perez forseti Real Madrid reka Lopetegui en sú tillaga var ekki samþykkt af öðrum meðlimum stjórnarinnar og ku Perez ekki hafa verið sáttur við þá niðurstöðu.

Sjálfur flaug Perez til Bandaríkjanna á meðan landsleikjahléinu stendur en gaf ekkert upp hver ástæðan fyrir því væri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner