þri 09. október 2018 21:30
Arnar Helgi Magnússon
Griezmann segir kominn tími á aðra en Ronaldo og Messi
Mynd: Getty Images
Antoine Griezmann er einn af þeim sex frönsku leikmönnum sem tilnefndir eru til Ballon d'Or verðlaunanna í ár. Verðlaunin verða afhent í París þann 3. desember næstkomandi.

Hugo Lloris, N'Golo Kante, Raphael Varane, Paul Pogba, Kylian Mbappe eru hinir fimm Frakkarnir sem tilnefndir eru.

Griezmann segir að það sé rökréttast að einhver úr besta liði í heimi sé valinn besti leikmaður í heimi. Frakkar urðu heimsmeistarar í sumar.

„Ég hugsa þetta þannig að besti leikmaður í heimi eigi að koma úr besta liði í heimi. Mér er alveg sama hver vinnur þetta en mér finnst að það verði að vera Frakki."

„Auðvitað er yrði algjör draumur fyrir mig að vinna þessi verðlaun. Þetta eru þau verðlaun sem að allir fótboltamenn vilja vinna. Þarna eru einungis þeir allra bestu."

Griezmann vann ekki bara Heimsmeistaramótið á árinu en lið hans, Atletico Madrid vann Evrópudeildina. Griezmann var valinn maður leiksins en hann skoraði tvö mörk í öruggum 3-0 sigri á Marseille.
Athugasemdir
banner
banner
banner