Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. október 2018 19:38
Arnar Helgi Magnússon
Leno kallaður inn í þýska landsliðshópinn
Mynd: Getty Images
Joachim Löw landsliðsþjálfari Þýskalands hefur kallað Bernd Leno inn í þýska landsliðshópinn sem leikur tvo leiki í Þjóðadeildinni á næstu dögum.

Leno hefur verið í byrjunarliði Arsenal í undanförnum leikjum eða eftir að Petr Cech meiddist.

Bernd Leno kemur inn í hópinn fyrir Kevin Trapp leikmann Eintracht Frankfurt en hann meiddist á æfingu fyrir leikinn.

Kaupverðið á Leno til Arsenal í sumar nam um 22 milljónum punda en margir héldu að Leno hafi verið hugsaður sem aðalmarkvörður Arsenal.

Leno er fæddur árið 1992 og spilaði áður með Bayern Leverkusen.

Þjóðverjar ferðast til Hollands á laugardaginn mæta þar heimamönnum áður en þeir fara til Frakklands og mæta þar Heimsmeisturunum.



Athugasemdir
banner
banner