Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 09. október 2018 19:44
Ívan Guðjón Baldursson
Sky: Mónakó í viðræðum við Henry
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Sky Sports heldur því fram að Mónakó sé búið að setja sig í samband við Thierry Henry um að taka við liðinu eftir slæma byrjun Leonardo Jardim.

Fyrr í dag var greint frá því að starf Jardim hjá Mónakó væri í hættu og hefur Arsene Wenger, auk Thierry Henry, verið nefndur til sögunnar sem mögulegur arftaki hans.

Mónakó tapaði fjórða leik sínum í röð um helgina er liðið fékk Rennes í heimsókn. Mónakó er aðeins með sex stig eftir níu umferðir í frönsku deildinni og er stigalaust eftir tapleiki gegn Atletico Madrid og Borussia Dortmund í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Henry sækist eftir sínu fyrsta stjórastarfi og er einnig sagður vera í viðræðum við Aston Villa. Þessa stundina er hann aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins.

Mónakó mætir Nice í frönsku deildinni í desember og mun Henry, verði hann ráðinn, þá mæta sínum fyrrverandi liðsfélaga Patrick Vieira. Henry er sagður hafa hafnað því að taka við Bordeaux fyrr í haust.
Athugasemdir
banner
banner
banner