Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fös 09. nóvember 2018 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Alli og Eriksen líklega hvíldir um helgina
Dele Alli og Christian Eriksen eru lykilmenn í liði Tottenham
Dele Alli og Christian Eriksen eru lykilmenn í liði Tottenham
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, mun líklega hvíla þá Dele Alli og Christian Eriksen gegn Crystal Palace um helgina.

Alli og Eriksen eru báðir í lykilhlutverki hjá Tottenham en þeir spiluðu báðir í 2-1 sigrinum á PSV í Meistaradeildinni í vikunni.

Þeir hafa verið að glíma við smávægileg meiðsli að undanförnu og verða þeir því líklega hvíldir er liðið mætir Palace.

Alli og Eriksen koma báðir til með að spila fyrir England og Danmörk í næstu viku og því vill Pochettino hvíla þá um helgina.

„Við spiluðum erfiðan leik gegn PSV í Meistaradeildinni og svo fara þeir með landsliðum sínum tvo leiki, Við verðum því að hugsa vel um þá og senda þá ferska í þau verkefni. Þess vegna erum við að hugsa um að hvíla þá gegn Crystal Palace," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner