Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 09. nóvember 2018 10:24
Elvar Geir Magnússon
Arnór skoðaði markið í klefanum strax eftir leik
Mynd: Getty Images
Skagamaðurinn ungi Arnór Sigurðsson hefur skotist snöggt upp á stjörnuhimininn.

Á þriðjudaginn varð hann þriðji Íslendingurinn til að skora í Meistaradeild Evrópu en hann gerði mark CSKA Moskvu í 1-2 tapi gegn Roma.

Í viðtali við Vísi segist hann hafa skoðað markið sitt í klefanum strax eftir leikinn.

„Ef ég á að vera heiðarlegur liðu svona tvær mínútur frá því ég kom inn í klefa og þar til að ég skoðaði markið. Ég tók í höndina á öllum og laumaðist svo í símann," segir Arnór, sem er 19 ára gamall, við Vísi.

„Ég kom svolítið seint inn í klefann því ég fór í nokkur viðtöl. Það var aðeins verið að tefja mig í því að komast í símann!"

Þrátt fyrir að hafa spilað fjóra leiki í Meistaradeildinni hefur Arnór enn ekki verið valinn í íslenska landsliðið.

Það ætti að breytast í dag þegar hópur fyrir leiki gegn Belgíu og Katar verður opinberaður.

„Ég vona bara það besta en annars hefur maður ekkert haft of mikinn tíma til að pæla í þessu. Það langar alla íslenska fótboltamenn að spila fyrir A-landslið Íslands. Það er engin spurning um að það er draumurinn."

Fréttamannafundur Erik Hamren verður 13:15 og verður í beinni hér á Fótbolta.net.

Embed from Getty Images
Athugasemdir
banner
banner