Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 09. nóvember 2018 17:30
Magnús Már Einarsson
Aron um hnéð: Bjóst við að ég yrði verri þegar ég myndi spila leiki
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, er ánægður með hvernig hefur gengið að koma til baka inn í lið Cardiff eftir hnémeiðsli sem héldu honum frá keppni í byrjun tímabils.

Aron var tæpur fyrir HM í sumar vegna meiðsla á hné og eftir mótið í Rússlandi þurfti hann að taka hvíld vegna meiðslanna.

Í síðasta mánuði sneri Aron aftur í byrjunarlið Cardiff í sigri á Fulham og hann hefur einnig byrjað síðustu tvo leiki gegn Liverpool og Leicester.

„Ég er kominn á fulla ferð í leikjum en æfi aðeins minna. Ég geri það til að leyfa hnénu að venjast álaginu aftur," sagði Aron við Fótbolta.net í gær.

„Eftir leiki tek ég tíma í ræktinni og byggi þetta upp hægt og rólega. Það hefur ekkert bakslag komið ennþá og það er jákvætt."

„Ég bjóst við því að ég yrði verri þegar ég myndi fara að spila leiki. Það er virkilega jákvætt að hnéð sé að höndla kraftinn og hraðann í úrvalsdeildinni aftur."


Ísland mætir Belgíu í Þjóðadeildinni næstkomandi fimmtudag og þar má búast við að Aron spili sinn fyrsta landsleik síðan á HM.

Sjá einnig:
Aron Einar: Eins og að vera hjá sálfræðingi
Aron: Miklar tilfinningar í spilinu gegn Leicester
Aron um landsliðið: Búið að vera skrýtið að vera utan hóps
Athugasemdir
banner
banner
banner