Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 09. nóvember 2018 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England um helgina - Risaleikur á Etihad
Jose Mourinho fer á Etihad-leikvanginn
Jose Mourinho fer á Etihad-leikvanginn
Mynd: Getty Images
Tólfta umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram um helgina en það er óhætt að segja það að nágrannaslagur Manchester City og Manchester United er stórslagur helgarinnar.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson verður væntanlega í eldlínunni er Cardiff City fær Burnley í heimsókn til Wales. Það fara þá fjórir leikir fram klukkan 15:00.

Huddersfield Town fær West Ham í heimsókn á meðan Leicester City mætir Burnley á King Power-leikvanginum. Leikmenn Leicester koma til með að spila í sérstökum treyjum til að heiðra minningu fyrrum forseta félagsins sem lést í þyrluslysi á rétt fyrir utan leikvanginn.

Rafael Benitez og hans menn í Newcastle United mæta Bournemouth og Southampton spilar þá gegn Watford. Roy Hodgson fær þá verðugt verkefni á Selhurst Park en Tottenham er andstæðingurinn og fróðlegt að sjá hvort Harry Kane nái að halda sér í stuði líkt og í Meistaradeild Evrópu í vikunni.

Á sunnudaginn er svo veisla framundan. Liverpool fær Fulham á Anfield. Liverpool hefur verið í basli í undanförnum leikjum og vonast Jürgen Klopp til að snúa gengi liðsins við.

Gylfi Þór Sigurðsson kíkir á Stamford Bridge með vinum sínum í Everton og þá er stórleikur helgarinnar klukkan 16:30 en þá mætast Manchester City og Manchester United. City er í góðu formi og þá virðist Jose Mourinho vera að rétta úr kútnum hjá United.

Leikir helgarinnar:

Laugardagur:
12:30 Cardiff City - Brighton
15:00 Huddersfield Town - West Ham
15:00 Leicester City - Burnley
15:00 Newcastle United - Bournemouth
15:00 Southampton - Watford
17:30 Crystal Palace - Tottenham Hotspur

Sunnudagur:
12:00 Liverpool - Fulham
14:15 Chelsea - Everton
16:30 Arsenal - Wolverhampton Wanderers
16:30 Manchester City - Manchester United
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner