Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 09. nóvember 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
Ennþá von á að vera í efsta flokki fyrir undankeppni EM
Icelandair
Erik Hamren.
Erik Hamren.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, segist ennþá halda í vonina um að vera í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í undankeppni EM í desember.

Af þeim tólf þjóðum sem eru í A-deild Þjóðadeildarinnar verða tíu lið með besta árangurinn í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í undankeppni EM þann 2. desember næstkomandi.

„Þrjú lið eru með eitt stig, Þýskaland, Pólland og Króatía. Ef við vinnum gegn Belgum gæti það dugað til að enda í topp tíu þegar dregið verður í styrkleikaflokka fyrir EM í desember," sagði Harmen í dag.

Belgar eru efstir á heimslistanum og hafa ekki ekki tapað í þrettán heimaleikjum í röð. Því er ljóst að við rammann reip verður að draga á fimmtudaginn. Í kjölfarið er vináttuleikur gegn Katar annan mánudag.

„Þetta verður erfitt gegn Belgum, sem eru númer eitt á heimslistanum, en allt er mögulegt í fótbolta. Við viljum reyna að ná þessu," sagði Hamren.

„Annað markmið er að vinna leik árið 2018. Við eigum tvo möguleika til þess. Við viljum ekki vera bara sáttir með frammistöðuna, við viljum vinna. Við viljum halda áfram að bæta okkur, varnar og sóknarlega. Þessir dagar sem við verðum saman og þessir tveir leikir eru mjög mikilvægir fyrir okkur. Þetta er mikilvægur undirbúningur áður en undankeppnin hefst í mars. Okkar stóra markmið er að fara á EM 2020."

Undankeppni EM 2020 fer öll fram á næsta ári. Ísland hefur leik á útivelli í mars og endar á útivelli í nóvember.
Athugasemdir
banner