Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. nóvember 2018 14:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hamren virðir ákvörðun Viðars - Dyrnar eru opnar
Icelandair
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Ég hef ekki talað við hann, Freyr talaði við hann. Ég virði ákvörðun hans," sagði Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, um ákvörðun Viðars Arnars Kjartanssonar að gefa ekki kost á sér í landsliðið.

Viðar tilkynnti það á Instagram að hann væri hættur í landsliðinu en nokkrum dögum síðar, í viðtali við Fótbolta.net, sagðist hann ekki loka neinum dyrum.

„Ég er búinn að spila meiddur núna í ár og Rússarnir vildu að ég myndi laga það áður en ég færi að spila á fullu," segir Viðar sem gekk í raðir Rostov fyrr á árinu.

„Ég hef spilað a verkjatöflum allan þennan tíma og mér fannst skynsamlegast að draga mig úr landsliðinu á meðan ég vinn í því að ná mér að fullu. Þegar þú ert ekki að spila á fullu þá minnkar sjalfstraustið. Ég vil einbeita mér algjörlega að Rostov og komast á skrið hér. Þegar það tekst þá er allt opið með landsliðið i framtíðinni."

Vill að leikmenn komi með jákvæða orku
Á blaðamannafundinum sagði Hamren frá einu því fyrsta sem hann sagði við leikmennina þegar hann tók við sem landsliðsþjálfari Íslands.

„Eitt af því fyrsta sem ég sagði við leikmennina er að ég krefst þess af þeim að þeir komi með ánægju og góða orku, að þeir gefi af sér jákvæða orku. Ef þeir gera það ekki, þá er betra að þeir komi ekki."

Viðar heldur dyrunum opnum á endurkomu í landsliðið og Hamren útilokar það ekki að velja hann í framtíðinni.

„Frá mínu sjónarhorni eru dyrnar opnar en við veljum þessa leikmenn í þetta skiptið."

Smelltu hér til að sjá hópinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner