Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 09. nóvember 2018 12:30
Magnús Már Einarsson
Matic: Mourinho veit hvernig á að stöðva City
Til í grannaslaginn.
Til í grannaslaginn.
Mynd: Getty Images
„Ég reikna með mjög erfiðum leik," sagði Nemanja Matic, miðjumaður Manchester United, um grannaslaginn gegn Manchester City um helgina.

Liðin mætast á Etihad leikvanginum á sunnudag en Matic er bjartsýnn fyrir leikinn.

„Þeir eru með gott lið, spila góðan fótbolta og skora mikið af mörkum í hverjum leik. Við höfum líka gæði sem við þurfum að nýta."

„Við þurfum að stöðva sóknir þeirra. Það er leið til að gera það og stjórinn þekkir þá leið."

„Við munum ndirbúa okkur vel fyrir leikinn. Ég reikna með erfiðum leik en í grannaslag er allt hægt og við verðum klárir."

Athugasemdir
banner
banner
banner