Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 09. nóvember 2018 10:51
Elvar Geir Magnússon
PSG var með kerfi til að takmarka svarta leikmenn
Marc Westerloppe.
Marc Westerloppe.
Mynd: Getty Images
Paris Saint-Germain í Frakklandi hefur játað að njósnakerfi þeirra braut lög hvað varðar kynþáttamisrétti.

Þeir ungu leikmenn sem félagið var að horfa til voru flokkaðir eftir uppruna til að takmarka svarta leikmenn sem fengnir voru.

Fjölmiðlar hafa greint frá þessu eftir skjölum frá Football Leaks.

Flokkunin fór fram með þessum hætti frá 2013 en var hætt síðasta vor.

Njósnarinn Serge Fournier segir að PSG hafi ekki viljað fá leikmenn sem fæddust í Afríku því „það væri ekki hægt að vita með vissu hvenær þeir væru fæddir".

Marc Westerloppe, sem var yfirnjósnari PSG, sagði á fundi árið 2014 að það væri vandamál varðandi stefni félagsins því það væru of margir Afríkumenn í París. Westerloppe starfar í dag hjá Rennes.

Í yfirlýsingu PSG segist félagið hafa sett af stað rannsókn á því hvernig þessir vinnuhættir gátu viðgengst í njósndadeild þess. Ákvarðanir eigi að taka algjörlega út frá hæfileikum og hegðun.

Árið 2011 var greint frá því að franska knattspyrnusambandið hefði áætlanir um að takmarka svarta leikmenn í yngri landsliðum sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner