Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 09. nóvember 2018 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Reisa styttu til heiðurs Vichai Srivaddhanaprabha
Mynd: Getty Images
Leicester hefur tilkynnt að það verður stytta reist fyrir utan King Power leikvanginn til heiðurs Vichai Srivaddhanaprabha sem lést í skelfilegu þyrluslysi fyrir tveimur vikum.

Vichai var elskaður og dáður af mörgum og er maðurinn á bakvið ótrúlegan Englandsmeistaratitil sem Leicester City hreppti vorið 2016 með Claudio Ranieri við stjórnvölinn.

„Við munum aldrei geta endurborgað honum fyrir það sem hann gerði fyrir okkur en við ætlum að heiðra minningu hans með þessari styttu," sagði Aiyawatt Srivaddhanaprabha, sonur Vichai.

„Hann mun vera í hjörtum okkar að eilífiu. Honum verður aldrei gleymt."

Þetta staðfestir Aiyawatt degi fyrir heimaleik Leicester gegn Burnley, sem verður fyrsti heimaleikur liðsins eftir andlát forsetans.
Athugasemdir
banner
banner