Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. nóvember 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
Sjö í löng bönn eftir leik Galatasaray og Fenerbahce
Fatih Terim var settur í sjö leikja bann.
Fatih Terim var settur í sjö leikja bann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjö aðilar hafa verið settir í leikbann í Tyrklandi eftir læti í leikslok í leik Galatasaray og Fenerbahce síðastliðinn föstudag.

Allt varð vitlaust í lok leiks eftir 2-2 jafntefli þessara erkifjenda en leikmenn og starfsmenn beggja liða slógust.

Þrjú rauð spjöld fóru á loft en aganefnd tyrkneska knattspyrnusambandsins setti sjö aðila í leikbann eftir að hafa skoðað upptökur af slagsmálunum.

Spænski framherjinn Roberto Soldado hjá Fenerbahce var dæmdur í sex leikja bann og liðsfélagi hans Jailson Siqueira fékk átta leikja bann.

Ryan Donk leikmaður Galatasaray var settur í sex leikja bann, Badou Ndiaye var settur í fimm leikja bann og Garry Mendes Rodrigues í þriggja leikja bann.

Faith Terim, þjálfari Galatasaray, er á leið í sjö leikja bann og Hasan Sas aðstoðarþjálfari var settur í átta leikja bann fyrir að ráðast á leikmann Fenerbahce.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner