Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. nóvember 2018 19:00
Magnús Már Einarsson
Túfa: Langtímamarkmið að komast í atvinnumennsku erlendis
Túfa á hliðarlínunni hjá KA síðastliðið sumar.
Túfa á hliðarlínunni hjá KA síðastliðið sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Srdjan Tufegdzic, þjálfari Grindvíkinga, segist hafa háleit markmið í framtíðinni og stefna hans er á að þjálfa í atvinnumannadeild erlendis.

Hinn 38 ára gamli Túfa tók við Grindavík í haust eftir rúm þrjú ár sem þjálfari KA. Túfa gerði þriggja ára samning við Grindavík en hugur hans leitar út síðar meir.

Smelltu hér til að hlusta á ítarlegt viðtal við Túfa í
Miðjunni


„Við erum með þriggja ára plan til að byrja með. Ég flyt með fjölskyldu minni til að vera í lengri tíma í Grindavík. Hversu lengi, veit maður aldrei. Fótbolti er þannig íþrótt og þetta er þannig vinna," sagði Túfa í Miðjunni í vikunni.

„Langtímamarkmið mitt er klárlega að komast í atvinnumennsku hjá stærri klúbbum í stærri löndum. Þetta er erfiður heimur en ef þú gefur allt sem þú átt og hefur mikla trú á sjálfum þér, liðinu og fólkinu sem þú vinnur með þá er allt hægt."

Ekki á leið heim til Serbíu
Hvert stefnir Túfa í framtíðinni? „Það væri langbest að segja Chelsea, af því að ég er Chelsea maður," sagði Túfa og hló.

„Ég er að byrja frekar ungur en það er margt sem ég get lært og bætt mig. Ég vil komast í deild og lið þar sem er atvinnumennska til að komast ennþá lengra. Ég er með markmið skrifuð niður í bók og stefni á að ná þeim."

Túfa er frá Serbíu og þegar hann yfirgaf KA skoðuðu félög þar í landi möguleika á að krækja í hann.

„Menn athugðu púlsinn hjá mér, hvort ég væri til í að flytja aftur heim. Eins og staðan er í dag þá sé ég það ekki fyrir mér. Næsta skref eftir Íslands verður annars staðar í Evrópu en það kemur í ljós hvar það verður og hvenær."

Á leið í UEFA Pro í Írlandi
Túfa mun í janúar byrja í námi í Írlandi til að fá UEFA Pro þjálfaragráðuna.

„Ég vil þakka KSÍ fyrir þetta tækifæri. Þetta sýnir að Knattspyrnusamband Íslands metur það sem ég hef gert hérna á öllum þessum árum. Það eru mjög skemmtilegir tímar framundan hjá mér," sagði Túfa í Miðjunni.

Smelltu hér til að hlusta á ítarlegt viðtal við Túfa í Miðjunni
Athugasemdir
banner
banner