Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 09. nóvember 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Túfa: Vitum að fyrsta árið verður barningur
Túfa tók við Grindavík í haust.
Túfa tók við Grindavík í haust.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta verður erfitt. Mitt líf var aldrei auðvelt. Ég er vanur því að vera í baráttu en ég hef alltaf náð að sigra. Ég er mjög spenntur og jákvæður fyrir þessu verkefni," sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Grindvíkinga, í Miðjunni á Fótbolta.net í vikunni um næsta tímabil.

Grindvíkingar enduðu í 10. sæti í Pepsi-deildinni í sumar og hafa þegar misst fjóra öfluga leikmenn úr hópnum fyrir næsta tímabil. Túfa er hins vegar hvergi smeykur fyrir næsta sumar.

„Ég er þannig gerður að ef ég tek við verkefni þá hef ég mikla trú. Ég hef alltaf verið á því að trúin flytur fjöll," sagði Túfa.

„Þetta er ekki draumastaða fyrir þjálfarann að mæta í lið þar sem eru margir samningslausir og nokkrir horfnir á braut. Ég hef trú á fólkinu sem réð mig í vinnu, Gunnari Má formanni og stjórninni. Þau sýndu mikinn áhuga á að fá mig í Grindavík. Mér hefur alltaf fundist vera mikill sjarmi yfir Grindavík."

Þriggja ára plan
Túfa gerði þriggja ára samning við Grindavík og hefur sett áætlun fram fyrir næstu þrjú ár.

„Ég kem inn í þetta með mínar hugmyndir og mínar áherslur. Við vitum að fyrsta árið verður barningur. Ef við náum að púsla saman liði á næsta ári þá erum við kannski komnir 90% með lið og umgjörð eins og ég og stjórnin viljum hafa það. Þá er hægt að byggja ofan á það."

„Það eru spennandi strákar fæddir 1999-2000 sem ég vil prófa núna og hjálpa þeim að ná lengra. Í KA voru þrír strákar í U21 árs landsliðinu og ekkert annað lið í úrvalsdeildinni hefur það. Markmiðið er að gera eitthvað auka og finna leiðir til að búa til leikmenn í Grindavík. Ég ætla að vera 24 tíma á dag í fótboltanum og er spenntur fyrir þessu verkefni."


Í Miðjunni talar Túfa meira um áætlanir sínar þjálfarateymið, akademíu sem hann vill setja á stofn í Grindavík og fleira. Túfa talar um Grindavík í byrjun og lok viðtalsins.

Smelltu hér til að hlusta á ítarlegt viðtal við Túfa í Miðjunni

Sjá einnig:
Grindavík vonast til að missa ekki fleiri - Viðræður í gangi við leikmenn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner