Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 09. nóvember 2019 14:10
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið dagsins: Gylfi kemur inn fyrir Iwobi
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Fjórir leikir hefjast samtímis í ensku úrvalsdeildinni í dag og hafa byrjunarliðin verið staðfest. Marco Silva gerir þrjár breytingar á liði Everton sem náði jafntefli við Tottenham í síðustu umferð.

Gylfi Þór Sigurðsson er kominn aftur inn í byrjunarlið Everton sem heimsækir Southampton í fallbaráttunni.

Alex Iwobi er dottinn úr liðinu rétt eins og Fabian Delph og Andre Gomes, sem er frá næstu mánuðina vegna slæmra meiðsla. Morgan Schneiderlin kemur inn fyrir Delph og Cenk Tosun fyrir Gomes.

Southampton: McCarthy, Soares, Vestergaard, Bednarek, Stephens, Djenepo, Romeu, Ward-Prowse, Armstrong, Redmond, Ings
Varamenn: Gunn, Valery, Adams, Boufal, Danso, Obafemi, Yoshida

Everton: Pickford, Holgate, Mina, Sidibe, Digne, Schneiderlin, Davies, Sigurdsson, Walcott, Tosun, Richarlison
Varamenn: Baines, Calvert-Lewin, Coleman, Gordon, Iwobi, Keane, Lössl



Mauricio Pochettino tekur Toby Alderweireld og Christian Eriksen úr byrjunarliðinu frá síðustu helgi. Í stað þeirra koma Eric Dier og Giovani Lo Celso inn í liðið.

Sheffield United teflir fram sínu hefðbundna byrjunarliði en það kemur gríðarlega á óvart að þrjú stig skilji liðin að á töflunni. Sheffield er í sjötta sæti, með 16 stig, á meðan Tottenham er í ellefta sæti.

Tottenham: Gazzaniga, Sanchez, Aurier, Davies, Dier, Ndombele, Lo Celso, Sissoko, Heung-Min, Alli, Kane
Varamenn: Vorm, Alderweireld, Foyth, Sessegnon, Winks, Lucas, Eriksen

Sheffield Utd: Henderson, Baldock, O’Connell, Egan, Stevens, Fleck, Basham, Lundstram, Norwood, McGoldrick, Mousset
Varamenn: Moore, Jagielka, McBurnie, Besic, Freeman, Robinson, Sharp



Jóhann Berg Guðmundsson er fjarri góðu gamni vegna meiðsla og hefur ekki verið með Burnley undanfarnar vikur.

Liðsfélagar hans eiga heimaleik gegn West Ham United og er aðeins eitt stig sem skilur liðin að í neðri hluta deildarinnar.

Burnley er búið að tapa þremur í röð og þarf að snúa slöku gengi við en það gæti reynst erfitt í dag.

Burnley: Pope, Taylor, Tarkowski, Mee, Bardsley, Cork, Westwood, McNeil, Hendrick, Barnes, Wood
Varamenn: Hart, Brady, Lennon, Long, Lowton, Pieters, Rodriguez

West Ham: Jimenez, Cresswell, Balbuena, Diop, Fredericks, Rice, Noble, Anderson, Snodgrass, Fornals, Haller
Varamenn: Ajeti, Lanzini, Martin, Ogbonna, Sanchez, Yarmolenko, Zabaleta



Að lokum er ekkert sem kemur á óvart í liðsvali Steve Bruce og Eddie Howe fyrir viðureign Newcastle og Bournemouth.

Allan Saint-Maximin er í byrjunarliði Newcastle fimmta leikinn í röð. Jonjo Shelvey skoraði í síðasta leik og fær tækifæri í byrjunarliðinu í dag þar sem hann sér um miðsvæðið ásamt Isaac Hayden og Miguel Almiron.

Newcastle: Dubravka, Fernandez, Clark, Lascelles, Willems, Yedlin, Hayden, Shelvey, Saint-Maximin, Almiron, Joelinton
Varamenn: Atsu, Carroll, Darlow, Dummett, Gayle, Krafth, Longstaff

Bournemouth: Ramsdale, S. Cook, Ake, Smith, L. Cook, H. Wilson, Rico, Billing, Fraser, King, C. Wilson
Varamenn: Boruc, Francis, Gosling, Groeneveld, Mepham, Solanke, Stacey
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner