banner
   sun 09. desember 2018 07:30
Arnar Helgi Magnússon
Æfingaleikur: Leiknir R. steinlá í fyrsta leik
Diljá Mjöll skoraði þrjú mörk fyrir Gróttu.
Diljá Mjöll skoraði þrjú mörk fyrir Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Kvennalið Leiknis R. var endurvakið nú í haust eftir tíu ára hlé. Liðið mætti Gróttu í æfingaleik í Breiðholtinu á föstudagskvöld en um var að ræða fyrsta leik liðsins síðan árið 2008.

Markalaust var eftir fimmtán mínútur en eftir það tók Grótta öll völd á vellinum og leiddi í hálfleik, 4-0.

Diljá Mjöll Aronsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Gróttu í fyrri hálfleik en Íris Sævarsdóttir og Unnur Elva Reynisdóttir bættu sitthvoru markinu við.

Diljá Mjöll hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik en hún skoraði sitt þriðja mark í leiknum áður en að Tinna Bjarkar rak síðasta naglann í kistu Leiknis R. Lokatölur 6-0, Gróttu í vil.

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner