Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 09. desember 2018 13:39
Elvar Geir Magnússon
Afklæddur af áhorfendum eftir dramatískt mark
Riccardo Saponara.
Riccardo Saponara.
Mynd: Getty Images
Riccardo Saponara kom af bekknum og tryggði Sampdoria dramatískt jafntefli gegn Lazio í ítölsku A-deildinni í gær, 2-2 urðu lokatölur.

Aldrei hefur mark verið skorað eins djúpt inn í uppbótartíma í ítölsku deildinni en það kom eftir 98 mínútur og 49 sekúndur.

Fagnaðarlætin fóru þó úr böndunum þegar Saponara stökk upp í stúku til áhorfenda.

„Þetta var yndislegt. Ég hljóp til stuðningsmanna fyrir aftan markið og þeir rifu mig úr öllum fötunum! Það var ótrúleg tilfinning að skora þetta mark," segir Saponara.

Sampdoria er í níunda sæti ítölsku A-deildarinnar en Lazio er í því fimmta.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner