Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 09. desember 2018 14:00
Arnar Helgi Magnússon
Atlanta bandarískur meistari eftir sigur á Portland
Josef Martinez, verðmætasti leikmaður MLS deildarinnar (MVP).
Josef Martinez, verðmætasti leikmaður MLS deildarinnar (MVP).
Mynd: Getty Images
Atlanta varð í gær bandarískur meistari eftir 2-0 sigur á Portland Timbers í úrslitaleik MLS-deildarinnar.

Þetta er einungis annað tímabil Atlanta í MLS-deildinni sem gerir afrekið enn merkilegra. Borgin Atlanta hefur ekki verið þekkt fyrir stór íþróttaafrek í gegnum tíðina.

Josef Martinez kom Atlanta yfir fimm mínútum fyrir leikhlé, hans 35. mark á leiktíðinni.

Martinez var aftur á ferðinni í síðari hálfleik þegar að hann átti stoðsendingu á Franco Escobar sem tvöfaldaði forystu Atlanta. Þar við sat og mikill fögnuður á meðal stuðningsmanna Atlanta braust út í leikslok á Mercedez Benz vellinum.

Eftir leikinn var Martinez valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar (MVP) en hann átti algjörlega stórkostlegt tímabil með liðinu.

Áhorfendamet var slegið á leiknum í gær en 75.000 manns voru á vellinum, aldrei hafa fleiri séð úrslitaleik MLS-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner