Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 09. desember 2018 10:00
Arnar Helgi Magnússon
Barcelona þarf að borga 200 milljónir punda fyrir Kane
Powerade
Endar Kane í Barcelona?
Endar Kane í Barcelona?
Mynd: Getty Images
Marco Silva er í hugleiðingum.
Marco Silva er í hugleiðingum.
Mynd: Getty Images
Arsenal ætlar ekki að framlengja við Welbeck.
Arsenal ætlar ekki að framlengja við Welbeck.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er á sínum stað. Hann er tekinn saman af BBC á þessum fallega sunnudegi í desember.


Barcelona ætlar að leggja allt púður í að krækja í Harry Kane næsta sumar. Talið er að verðmiðinn á enska framherjanum sé um 200 milljónir punda. (Star)

PSG vill fá Eden Hazard frá Chelsea en þeir munu fá samkeppni frá Real Madrid og Juventus sem eru einnig áhugasöm um leikmanninn. (Mirror)

Manchester United mun þurfa að borga meira en 90 milljónir fyrir Kalidou Koulibaly, leikmann Napoli en hann er sagður efstur á óskalista Jose Mourinho. (Times)

Chelsea er með augastað á Denis Suarez, leikmanni Barcelona en ef að enska félagið fær hann til sín myndu þeir losa Cesc Fabregas og yrði AC Milan þá næsti áfangastaður hans. (Calciomercato)

Arsenal ætlar ekki að endurnýja samning sinn við Danny Welbeck næsta sumar þegar að samningur hans við félagið rennur út. Tyrkneska félagið Galatasary er sagt ætla að bjóða framherjanum samning. (Mirror)

Tottenham fylgist nú með Lloyd Kelly, leikmanni Bristol City og U21 árs landsliðs Englands. Manchester United, Arsenal og Liverpool eru einnig að fylgjast með þessum tvítuga leikmanni. (Mirror)

Tottenham er einnig orðað við hollenska miðjumanninn Tonny Vilhena sem leikur með Feyenoord. Roma er einnig sagt áhugasamt um leikmanninn. (Calciomercato)

Marco Silva, þjálfari Everton íhugar það nú að breyta um leikkerfi til þess að geta spilað Yerri Mina, Michael Keane og Kurt Zouma öllum inná í einu. (Liverpool Echo)

Andy Carroll, leikmaður West Ham vill framlengja samning sinn við félagið en hann rennur út næsta sumar. (Talksport)

Ivan Lenko, þjálfari Club Brugge í Belgíu segir að brasilíski framherjinn Wesley Moraes sé nógu góður til að geta spilað með Arsenal. (La Derniere Huere)

Chris Hughton, þjálfari Brighton segir að Burnley muni líklega ekki ná að komast upp úr fallsæti á leiktíðinni. Burnley vann Brighton í gær, 1-0. (Argus)

Leicester vill að Islam Slimani klári lánssamning sinn hjá tyrkneska félaginu Fenebache en fréttir hafa borist af því að félagið vilji rifta samningum. (Fotomac)

Manchester United hefur sett sig í samband við franska félagið Amiens varðandi kaup á franska leikmanninum Noam Emeran. PSG og Juventus fylgjast einnig með þessum sextán ára leikmanni. (Mail)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner