Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 09. desember 2018 19:05
Elvar Geir Magnússon
Björn Daníel velur FH
Björn Daníel Sverrisson.
Björn Daníel Sverrisson.
Mynd: Getty Images
Björn Daníel Sverrisson hefur gert samkomulag við FH samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Íslandsmeistarar Vals vildu einnig fá miðjumanninn en hann mun spila á heimaslóðum í Kaplakrika næsta sumar.

Þessi 28 ára miðjumaður er uppalinn FH-ingur og varð þrívegis Íslandsmeistari með félaginu áður en hann hélt í atvinnumennskuna

Hann spilaði fyrst um sinn með Viking í Noregi en fór 2016 til AGF í Danmörku þar sem spiltíminn hefur verið af skornum skammti.

FH endaði í fimmta sæti í Pepsi-deildinni í sumar og náði þvi ekki Evrópusæti. Síðan tímabilinu lauk hefur liðið fengið Brynjar Ásgeir Guðmundsson frá Grindavík og Guðmann Þórisson frá KA aftur í sínar raðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner