Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 09. desember 2018 10:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ferdinand segir Man Utd liðið 2008 það besta
Rio Ferdinand lék með Manchester United á árunum 2002-2014.
Rio Ferdinand lék með Manchester United á árunum 2002-2014.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand fyrrum varnarmaður Manchester United segir lið Rauðu djöflanna árið 2008 það besta lið sem leikið hefur í ensku úrvalsdeildinni.

En Ferdinand sem er einn af sérfræðingum sjónvarpstöðvarinnar BT Sport var spurður hvaða lið væri besta lið sem leikið hefur í ensku úrvalsdeildinni.

„Manchester United liðið árið 2008. Unnu Meistaradeildina í Moskvu og voru aftur í úrslitum árið eftir, þetta lið vann deildina fjórum sinnum."

Ferdinand finnst Manchester City liðið núna ekki það besta frá stofnun úrvalsdeildar en segir þá spila skemmtilegasta fótboltann.

„Þeir eru eitt skemmtilegasta lið sem spilað hefur í úrvalsdeildinni, þeir eru með skemmtilegt lið til að horfa á. Þeir spila lang skemmtilegasta fótboltann, þeir eru magnaðir." sagði Ferdinand um Manchester City.
Athugasemdir
banner