Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 09. desember 2018 20:00
Elvar Geir Magnússon
Íslendingaliðið Álasund komst ekki upp
Hólmbert Aron Friðjónsson.
Hólmbert Aron Friðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stabæk heldur sæti sínu í norsku úrvalsdeildinni eftir að hafa unnið Íslendingaliðið Álasund í umspilinu.

Liðin gerðu 1-1 jafntefli í dag en Stabæk vann fyrri leikinn 1-0.

Álasund skoraði á undan í seinn leiknum en sjálfsmark Pape Habib Gueye gerði það að verkum að Stabæk verður áfram í deild þeirra bestu.

Adam Örn Arnarson og Daníel Leó Grétarsson spiluðu allan leikinn í vörn Álasunds. Óvíst er hvort Adam verði áfram í herbúðum félagsins.

Aron Elís Þrándarson fór meiddur af velli eftir 38. mínútna leik í dag og Hólmbert Aron Friðjónsson var tekinn af velli á 75. mínútu.

Álasund komst í umspilið með því að enda í 3. sæti B-deildarinnar. Hólmbert endaði sem næst markahæsti leikmaður deildarinnar með 18 mörk í 29 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner