Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 09. desember 2018 22:30
Elvar Geir Magnússon
Keown kallar Lukaku kettling
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku.
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku, sóknarmaður Manchester United, hefur leikið eins og „kettlingur" stærstan hluta tímabilsins.

Þetta segir Martin Keown, sparkspekingur BBC.

Keown hrósaði Lukaku í þættinum 'Match of Day' fyrir frammistöðu hans í 4-1 sigrinum gegn Fulham en belgíski sóknarmaðurinn skoraði þar sitt fyrsta mark á Old Trafford þetta tímabilið.

Keown segir að Lukaku þurfi að finna meiri stöðugleika í leik sínum.

„Hann hefur spilað eins og kettlingur stærstan hluta tímabilsins. Ef hann fær tígrisdýra-augnaráðið og er gíraður þá vil ég ekki spila gegn honum!" segir Keown.

„Það er áskorunin. Getur hann spilað svona í hverri viku?"

Manchester United komst upp í sjötta sætið með sigrinum gegn Fulham.
Athugasemdir
banner
banner
banner