Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 09. desember 2018 23:30
Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið Man Utd tapaði leik í fyrsta sinn í 13 ár
Ella Toone skoraði mark Man Utd í kvöld.
Ella Toone skoraði mark Man Utd í kvöld.
Mynd: Getty Images
Það kom loks að því í dag að kvennalið Manchester United tapaði leik en liðið hafði farið afar vel af stað á tímabilinu og ekki tapað í fyrstu níu deildarleikjunum.

Fyrsta tapið kom svo í kvöld þegar þær töpuðu 3-1 fyrir kvennaliði Durham, lið sem þær höfðu unnið í bikarnum fjórum dögum áður 1-0.

Sarah Wilson kom Durham yfir í gærkvöldi en Ella Toone jafnaði metin fyrir Man Utd. Beth Hepple og Zoe Ness skoruðu svo fyrir Durhma og tryggðu heimasigur.

Fyrirsögnin á greininni er reyndar svolítið ýkt þó hún sé alveg dagsönn. Þetta var fyrsti tapleikur Man Utd liðsins í deildinni í 13 ár en liðið er að taka þátt í deildarkeppninni í fyrsta sinn í 13 ár.

Í fyrstu níu leikjunum unnu þær átta, gerðu eitt jaftefli og aðeins fengið á sig eitt mark þar til kom að leiknum í kvöld.

Liðið er í næst efstu deildinni á Englandi og tapið í kvöld þýddi að forskot þeirra á toppi deildarinnar fór niður í eitt stig.

Í hópi liðsins eru nokkrar landsliðskonur Englands, Siobhan Chamberlain, Alex Greenwood og Amy Turner auk Katie Zelem fyrrverandi framherja Juventus.
Athugasemdir
banner