Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 09. desember 2018 07:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Lukaku lék í 997 mínútur á Old Trafford án þess að skora
Romelu Lukaku skoraði þriðja mark Man Utd í 4-1 sigri á Fulham í gær.
Romelu Lukaku skoraði þriðja mark Man Utd í 4-1 sigri á Fulham í gær.
Mynd: Getty Images
Það er alveg óhætt að segja að Romelu Lukaku framherji Manchester United hafi ekki átt neitt drauma tímabil það sem af er.

Um síðustu helgi endaði hann 981 mínútna bið eftir marki þegar hann skoraði gegn Southampton, fyrir það hafði hann ekki skorað mark fyrir Manchester United síðan 15. september.

Í gær heimsótti Fulham, Manchester United á Old Trafford þar sem niðurstaðan var 4-1 sigur heimamanna og þar var Lukaku meðal annars á skotskónum.

Mark Lukaku í gær var það fyrsta sem hann skorar á Old Trafford í 997 mínútur, síðasta mark sem hann skoraði á Old Trafford kom í deildarleik gegn Swansea í lok mars.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner