Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 09. desember 2018 21:00
Magnús Már Einarsson
Mourinho staðfestir að Pogba byrji gegn Valencia
Pogba fagnar marki.
Pogba fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hefur staðfest að Paul Pogba verði í byrjunarliðinu gegn Valencia í Meistaradeildinni á miðvikudaginn.

Franski miðjumaðurinn var settur á bekkinn gegn Arsenal á miðvikudag eftir slaka frammistöðu gegn Southampton. Pogba kom inn á sem varamaður gegn Arsenal en í gær var hann ónotaður varamaður í 4-1 sigri gegn Fulham.

„Hann byrjar gegn Valencia. Þar fær hann stórkostlegan leik til að spila og sýna öllum hversu góður hann er," sagði Mourinho.

„Hann þarf að spila með sama hugarfari og liðið. Paul getur orðið stórkostlegur leikmaður. Hann hefur hæfileikana til að verða stórkostlegur leikmaður."

Manchester United er nú þegar komið áfram í 16-liða úrsilt Meistaradeildarinnar en liðið getur ennþá náð Juventus á toppi riðilsins.

Athugasemdir
banner
banner
banner