Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 09. desember 2018 12:00
Arnar Helgi Magnússon
Sterling hjólar í fjölmiðla - Segir þá ýta undir rasisma
Raheem Sterling.
Raheem Sterling.
Mynd: Getty Images
Eins og greint var frá í morgun rannsakar lögreglan í London nú meinta kynþáttaníð í garð Raheem Sterling í leik Chelsea og Manchester City í gær.

Sjá einnig:
Lögreglan í London rannsakar mögulega kynþáttaníð í garð Sterling

Sterling tjáði sig um atvikið nú á Instagram í morgun og segir það augljóst að fréttaflutningur breskra fjölmiðla sé ólíkur þegar fluttar eru fréttir af annarsvegar "hvítu" fólki og hinsvegar "svörtu" fólki eins og hann orðar það sjálfur.

Hann tekur tvo liðsfélaga sína sem dæmi, þá Phil Poden og Tosin Adarabioyo.

„Ég vill koma því á framfæri að ég er ekki sú manneskja sem læt alltaf í mér heyra þegar ég vil koma einhverju á framfæri. Varðandi atvikið í leiknum í gær má sjá á viðbrögðum mínum að ég hló bara, ég átti ekki von á neinu öðru," segir Sterling í færslunni.

„Tökum sem dæmi tvo leikmenn sem gera nákvæmlega sama hlutinn, kaupa hús handa móður sinni. Sjáum síðan muninn á fréttaflutning blaðanna."

„Í fyrirsögninni um "svarta"(Adarabioyo) leikmannin er látið hljóma eins og hann sé að gera eitthvað rangt á meðan "hvíti" (Foden) er látin líta mjög vel út."

„Fyrir þá fjölmiðla sem að skilja ekki afhverju það séu ennþá til rasistar nú til dags, þá ýtir svona fréttamennska undir það."

Færslu Sterling má sjá hér að neðan en þar má sjá dæmin sem að hann tekur um mismunandi fyrirsagnir um sama hlutinn.



Athugasemdir
banner
banner
banner